Frelsi í stað ríkisafskipta 18. september 2006 04:30 Ábyrgð ríkisins á verðlagiMikið er nú rætt um að verð á hinu og þessu hérlendis sé það hæsta í heiminum. Engum blöðum er um það að fletta að þær athuganir eiga sér ríka stoð í raunveruleikanum. Má þar til dæmis nefna landbúnaðarafurðir, grænmeti og ávexti, bensín og áfengi. Hvernig stendur á því að þessi verð eru svona gríðarlega há hérlendis?Nú hefur verð á flutningsþjónustu, gámaplássi og öðru farið lækkandi ár frá ári vegna samkeppni fyrirtækjanna í flutningum. Álagning smásöluverslana hefur lækkað ár frá ári vegna mjög mikillar samkeppni þeirra á meðal. Nýjar verslanir spretta upp í mánuði hverjum og blanda sér í samkeppnina. Tækninýjungar og hagræðing í birgðahaldi og tilkoma vöruhótela við hafnir hefur lækkað allan kostnað við birgðahald. Í nær öllum hliðum smásölunnar hafa átt sér stað miklar framfarir sem stuðla að lægra vöruverði.Þó er eitt atriði í þessu öllu sem hefur lítið breyst frá því að smásala hófst hérlendis. Það eru afskipti ríkisins. Skattar og tollar á vörur og þjónustu virðast ekki eiga sér nokkur takmörk. Það er staðreynd að nefnd á vegum ríkisins heldur uppi ofurverði með handstýringu á verði landbúnaðarafurða. Það er einnig þekkt að grænmeti og ávextir eru meðal þeirra vara sem bera hvað hæstan toll. Vitað er að þegar allt er talið fá Olíufélögin um 30% af hverjum seldum lítra og ríkið tekur 70%. Að lokum er einnig ljóst að áfengi er selt í einokunarverslun ríkisins og verði handstýrt þar með tollum og öðru.Það er ríkisvaldið sem í senn tekur stóran hluta tekna fólks með sköttum og leggur svo stóran stein í götu þeirra sem stunda framleiðslu og innflutning í landinu með margs konar tollum og höftum. Vert er að snúa af þessari braut sem allra fyrst. Það er ekki eðlilegt að láglaunafólk þurfi að vinna í 4 klst. til að geta keypt sér rauðvínsflösku með kvöldmatnum. Það er ekki eðlilegt að ríkið stjórni því hvað neytendur velja. Það er í frelsinu sem bæði neytendum og framleiðendum vegnar sem best. Það er í frelsinu sem Ísland hefur náð árangri ekki í viðjum hafta og ríkisafskipta. Höfundur er nýkjörinn formaður Frjálshyggjufélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ábyrgð ríkisins á verðlagiMikið er nú rætt um að verð á hinu og þessu hérlendis sé það hæsta í heiminum. Engum blöðum er um það að fletta að þær athuganir eiga sér ríka stoð í raunveruleikanum. Má þar til dæmis nefna landbúnaðarafurðir, grænmeti og ávexti, bensín og áfengi. Hvernig stendur á því að þessi verð eru svona gríðarlega há hérlendis?Nú hefur verð á flutningsþjónustu, gámaplássi og öðru farið lækkandi ár frá ári vegna samkeppni fyrirtækjanna í flutningum. Álagning smásöluverslana hefur lækkað ár frá ári vegna mjög mikillar samkeppni þeirra á meðal. Nýjar verslanir spretta upp í mánuði hverjum og blanda sér í samkeppnina. Tækninýjungar og hagræðing í birgðahaldi og tilkoma vöruhótela við hafnir hefur lækkað allan kostnað við birgðahald. Í nær öllum hliðum smásölunnar hafa átt sér stað miklar framfarir sem stuðla að lægra vöruverði.Þó er eitt atriði í þessu öllu sem hefur lítið breyst frá því að smásala hófst hérlendis. Það eru afskipti ríkisins. Skattar og tollar á vörur og þjónustu virðast ekki eiga sér nokkur takmörk. Það er staðreynd að nefnd á vegum ríkisins heldur uppi ofurverði með handstýringu á verði landbúnaðarafurða. Það er einnig þekkt að grænmeti og ávextir eru meðal þeirra vara sem bera hvað hæstan toll. Vitað er að þegar allt er talið fá Olíufélögin um 30% af hverjum seldum lítra og ríkið tekur 70%. Að lokum er einnig ljóst að áfengi er selt í einokunarverslun ríkisins og verði handstýrt þar með tollum og öðru.Það er ríkisvaldið sem í senn tekur stóran hluta tekna fólks með sköttum og leggur svo stóran stein í götu þeirra sem stunda framleiðslu og innflutning í landinu með margs konar tollum og höftum. Vert er að snúa af þessari braut sem allra fyrst. Það er ekki eðlilegt að láglaunafólk þurfi að vinna í 4 klst. til að geta keypt sér rauðvínsflösku með kvöldmatnum. Það er ekki eðlilegt að ríkið stjórni því hvað neytendur velja. Það er í frelsinu sem bæði neytendum og framleiðendum vegnar sem best. Það er í frelsinu sem Ísland hefur náð árangri ekki í viðjum hafta og ríkisafskipta. Höfundur er nýkjörinn formaður Frjálshyggjufélagsins.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar