Innlent

Formlegt samráð sjálfsagt

Stjórnarandstaða borgarstjórnar telur sjálfsagt að efna til formlegs samráðs við samtök eldri borgara í kjölfar þeirra viðræðna sem átt hefur verið við þau á undanförnum vikum. Ekki sé ástæða til að takmarka samráðið við neina ákveðna þætti enda hafi eldri borgarar lagt áherslu á að geta tekið við hvaða málum sem er sem snúast að hagsmunum þeirra.

Þetta kemur fram í bókun stjórnarandstöðunnar úr borgarráði í gær.

Landssamband eldri borgara eru regnhlífarsamtök fyrir öll félög eldri borgara á Íslandi en í samtökunum eru 15 þúsund félagsmenn í 52 félögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×