Syngur á 18 tungumálum og leikur á 11 hljóðfæri 16. júní 2006 14:00 Úr myndabandstónverki Ólafar Arnalds Hún syngur á 18 tungumálum og spilar á 11 hljóðfæri. Lokaverkefni Ólafar Arnalds frá Listaháskólanum vakti talsverða athygli fyrir skemmstu. Það er endurflutt í Tjarnarbíói í kvöld. Ólöf Arnalds er ung listakona, nýútskrifuð úr Listaháskóla Íslands þar sem hún lauk BA prófi í tónsmíðum og nýmiðlan. Lokaverkefni Ólafar við skólann nefnist Eins og sagt er en það er tvíþætt og skiptist annars vegar í heimildarmynd og hins vegar myndbandstónverk. Verkið var sýnt í Íslensku Óperu fyrir stuttu og hlaut frábærar viðtökur. Ég dvaldi í New York allan júnímánuð í fyrra og tók viðtöl við 17 einstaklinga af ólíkum þjóðernum þar sem viðfangsefnið var bæði tónlist og mikilvægi móðurmálsins en heimildarmyndin byggir á þessum viðtölum, segir Ólöf. Að hennar sögn reyndist tímafrekt að leita uppi svo marga einstaklinga sem komu frá ólíkum stöðum. Suma hitti hún af hendingu á götum úti, en aðra var henni bent á. Upphaflega var ætlunin ekki að gera heimildarmynd heldur einvörðungu myndbandstónverkið en ég varð svo heilluð af viðmælendum mínum að ég ákvað að setja slíka mynd saman. Ólöf kveðst eiga sér uppáhaldsviðmælanda sem komi frá Malí. Hann kemur úr stórri tónlistarfjölskyldu að eigin sögn. Í Malí er það nokkuð algengt að fólk fæðist inn í tónlistarfjölskyldur, en þá kemur ekkert annað til en að fást við tónlist frá vöggu til grafar. Viðmælandi minn er fæddur inn í eina slíka og kann að leika á fjöldann allan af hljóðfærum. Viðhorf hans til tónlistar var líka óvenju fallegt að mínu mati en hann leit svo á að væri að þjóna öðrum með spila en þess konar auðmýkt er fágæt í lífsviðhorfi fólks almennt í dag. Hún segir myndbandstónverkið hafa fæðst í framhaldinu af heimildarmyndinni og hafa öðlast sjálfstætt líf. Það samanstendur af níu upptökum af sjálfri mér í hljóði og mynd sem spilast samtímis. Efniviðurinn er fenginn úr upplestri viðmælanda minna þar sem þau útskýra hvaða merkingu tónlist hefur í lífi þeirra en öll lesa þau eigin texta á frummálinu og þar með hafði ég undir höndum upplestur á 18 tungumálum, að íslenska textanum meðtöldum. Þennan upplestur yfirfærði ég síðan í tónverk. Aðspurð um hvernig sú yfirfærsla átti sér stað segir Ólöf hafa byggt á tónhæðum og hrynjanda talaðs máls. Ég breytti hreinlega tíðni og takti talmálsins í heimildarmyndinni yfir í nótur og útkoman var undraverð. Ég syng sumsé á 18 tungumálum með íslenskunni og leik undir á ellefu mismunandi hljóðfæri, eins og fiðlu, víólu, stálstrengjagítar, dobro-gítar, koto-hörpu og páku úr trommusetti, svo ég nefni nokkur. Þegar tónverkið sjálft var tilbúið segir Ólöf myndbandstónverkinu Eins og sagt er, ólokið en það hafi verið meginuppistaðan í heildarverkinu. Þegar ég var búin að breyta öllu þessu í lög bjó ég til myndbandstónverkið sem samanstendur af níu römmum og í hverjum þeirra er ein samfelld upptaka af mér að spila og syngja. Þetta er síðan allt spilað samtímis þannig að þetta er eins og einsmannsband. Svona eins og níu eintök af mér að syngja á 18 tungumálum, segir Ólöf og hlær. Heimildarmyndin og myndbandstónverkið verður sýnt í Tjarnarbíói í kvöld klukkan 20. Kvöldið hefst með því að Ólöf spilar og syngur frumsamin lög á íslensku en upptökur á þeim hefjast í sumar og koma líklega út á plötu í haust. Aðgangseyrir er 500 krónur. Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
Lokaverkefni Ólafar Arnalds frá Listaháskólanum vakti talsverða athygli fyrir skemmstu. Það er endurflutt í Tjarnarbíói í kvöld. Ólöf Arnalds er ung listakona, nýútskrifuð úr Listaháskóla Íslands þar sem hún lauk BA prófi í tónsmíðum og nýmiðlan. Lokaverkefni Ólafar við skólann nefnist Eins og sagt er en það er tvíþætt og skiptist annars vegar í heimildarmynd og hins vegar myndbandstónverk. Verkið var sýnt í Íslensku Óperu fyrir stuttu og hlaut frábærar viðtökur. Ég dvaldi í New York allan júnímánuð í fyrra og tók viðtöl við 17 einstaklinga af ólíkum þjóðernum þar sem viðfangsefnið var bæði tónlist og mikilvægi móðurmálsins en heimildarmyndin byggir á þessum viðtölum, segir Ólöf. Að hennar sögn reyndist tímafrekt að leita uppi svo marga einstaklinga sem komu frá ólíkum stöðum. Suma hitti hún af hendingu á götum úti, en aðra var henni bent á. Upphaflega var ætlunin ekki að gera heimildarmynd heldur einvörðungu myndbandstónverkið en ég varð svo heilluð af viðmælendum mínum að ég ákvað að setja slíka mynd saman. Ólöf kveðst eiga sér uppáhaldsviðmælanda sem komi frá Malí. Hann kemur úr stórri tónlistarfjölskyldu að eigin sögn. Í Malí er það nokkuð algengt að fólk fæðist inn í tónlistarfjölskyldur, en þá kemur ekkert annað til en að fást við tónlist frá vöggu til grafar. Viðmælandi minn er fæddur inn í eina slíka og kann að leika á fjöldann allan af hljóðfærum. Viðhorf hans til tónlistar var líka óvenju fallegt að mínu mati en hann leit svo á að væri að þjóna öðrum með spila en þess konar auðmýkt er fágæt í lífsviðhorfi fólks almennt í dag. Hún segir myndbandstónverkið hafa fæðst í framhaldinu af heimildarmyndinni og hafa öðlast sjálfstætt líf. Það samanstendur af níu upptökum af sjálfri mér í hljóði og mynd sem spilast samtímis. Efniviðurinn er fenginn úr upplestri viðmælanda minna þar sem þau útskýra hvaða merkingu tónlist hefur í lífi þeirra en öll lesa þau eigin texta á frummálinu og þar með hafði ég undir höndum upplestur á 18 tungumálum, að íslenska textanum meðtöldum. Þennan upplestur yfirfærði ég síðan í tónverk. Aðspurð um hvernig sú yfirfærsla átti sér stað segir Ólöf hafa byggt á tónhæðum og hrynjanda talaðs máls. Ég breytti hreinlega tíðni og takti talmálsins í heimildarmyndinni yfir í nótur og útkoman var undraverð. Ég syng sumsé á 18 tungumálum með íslenskunni og leik undir á ellefu mismunandi hljóðfæri, eins og fiðlu, víólu, stálstrengjagítar, dobro-gítar, koto-hörpu og páku úr trommusetti, svo ég nefni nokkur. Þegar tónverkið sjálft var tilbúið segir Ólöf myndbandstónverkinu Eins og sagt er, ólokið en það hafi verið meginuppistaðan í heildarverkinu. Þegar ég var búin að breyta öllu þessu í lög bjó ég til myndbandstónverkið sem samanstendur af níu römmum og í hverjum þeirra er ein samfelld upptaka af mér að spila og syngja. Þetta er síðan allt spilað samtímis þannig að þetta er eins og einsmannsband. Svona eins og níu eintök af mér að syngja á 18 tungumálum, segir Ólöf og hlær. Heimildarmyndin og myndbandstónverkið verður sýnt í Tjarnarbíói í kvöld klukkan 20. Kvöldið hefst með því að Ólöf spilar og syngur frumsamin lög á íslensku en upptökur á þeim hefjast í sumar og koma líklega út á plötu í haust. Aðgangseyrir er 500 krónur.
Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira