Ofbeldismál gegn lögreglu fara sjaldan fyrir dóm 15. júní 2006 06:00 Hópslagsmál Lögreglan þarf oft að vinna við tvísýnar aðstæður eins og í þessu tilviki sem myndin sýnir. Þá brutust út hópslagsmál í miðbænum. Á bilinu 90-95 prósent af þeim málum sem lögreglumenn skrifa skýrslu á um meint ofbeldi í sinn garð fara aldrei fyrir dómstóla, að sögn Páls Winkel, framkvæmdastjóra Landssambands lögreglumanna. Hann bætir við að þessi mál séu einfaldlega lögð niður. Mikil og vaxandi óánægja hefur verið meðal lögreglumanna með starfsumhverfi sitt. Þeir benda á að þeir vinni undir "mikilli streitu og gríðarlegu álagi". Á sínum tíma sendu þeir dómsmálaráðherra greinargerð þar sem bent er á atriði sem þarf að bæta til að gera vinnuumhverfi lögreglumanna viðunandi. Fyrsta atriðið er meðferð og úrvinnsla mála er varða hótanir eða ofbeldi gagnvart lögreglumönnum. Hið næsta varðar refsingar vegna hótana eða ofbeldis gagnvart lögreglumönnum. Þriðja atriðið varðar viðbrögð vegna rangra sakargifta borgara í garð lögreglu. "Stærstur hluti ofbeldismála gegn lögreglumönnum er felldur niður af einkennilegum ástæðum sem ekki eru í samræmi við lög, áður en þau rata fyrir dómstóla," segir Páll. "Í þeim örfáu málum sem dæmt er í eru refsingar vegna árása á lögreglumenn það vægar, að aldrei hefur verið notað meira en eitt ár af sex ára refsiramma, sem lögin gera ráð fyrir, á árabilinu 1984-2005. Loks er mjög algengt að borgarar leggi fram kærur á lögreglumenn fyrir meint brot í starfi. Það er mjög gott aðhald þegar einhver sannindi eru til staðar. Svo er hins vegar ekki í 99 prósentum tilvika og málin eru felld niður að því undangengnu að viðkomandi lögreglumaður hefur þá réttarstöðu sakbornings, þarf að mæta í skýrslutöku hjá ríkissaksóknara þar sem hann stendur frammi fyrir því að missa æruna, starfið og einnig þá nýtingu menntunarinnar, en hún er afar sérhæfð." Páll nefnir nýlegt dæmi þar sem maður kærði fjóra lögreglumenn fyrir að handjárna sig við ljósastaur klukkan fjögur að nóttu fyrir framan veitingastað. Þar hafi hann verið látinn dúsa í klukkutíma, en þá hefðu þeir komið aftur til að berja hann. "Í svona glórulausum tilvikum höfum við kært viðkomandi borgara til baka fyrir rangar sakargiftir," segir Páll. "Þau mál fara líka beint í sorpið hjá ákæruvaldinu. Þetta erum við ósáttir við, því dæmd refsing myndi fæla fólk frá því að gera svona ósvinnu." Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Á bilinu 90-95 prósent af þeim málum sem lögreglumenn skrifa skýrslu á um meint ofbeldi í sinn garð fara aldrei fyrir dómstóla, að sögn Páls Winkel, framkvæmdastjóra Landssambands lögreglumanna. Hann bætir við að þessi mál séu einfaldlega lögð niður. Mikil og vaxandi óánægja hefur verið meðal lögreglumanna með starfsumhverfi sitt. Þeir benda á að þeir vinni undir "mikilli streitu og gríðarlegu álagi". Á sínum tíma sendu þeir dómsmálaráðherra greinargerð þar sem bent er á atriði sem þarf að bæta til að gera vinnuumhverfi lögreglumanna viðunandi. Fyrsta atriðið er meðferð og úrvinnsla mála er varða hótanir eða ofbeldi gagnvart lögreglumönnum. Hið næsta varðar refsingar vegna hótana eða ofbeldis gagnvart lögreglumönnum. Þriðja atriðið varðar viðbrögð vegna rangra sakargifta borgara í garð lögreglu. "Stærstur hluti ofbeldismála gegn lögreglumönnum er felldur niður af einkennilegum ástæðum sem ekki eru í samræmi við lög, áður en þau rata fyrir dómstóla," segir Páll. "Í þeim örfáu málum sem dæmt er í eru refsingar vegna árása á lögreglumenn það vægar, að aldrei hefur verið notað meira en eitt ár af sex ára refsiramma, sem lögin gera ráð fyrir, á árabilinu 1984-2005. Loks er mjög algengt að borgarar leggi fram kærur á lögreglumenn fyrir meint brot í starfi. Það er mjög gott aðhald þegar einhver sannindi eru til staðar. Svo er hins vegar ekki í 99 prósentum tilvika og málin eru felld niður að því undangengnu að viðkomandi lögreglumaður hefur þá réttarstöðu sakbornings, þarf að mæta í skýrslutöku hjá ríkissaksóknara þar sem hann stendur frammi fyrir því að missa æruna, starfið og einnig þá nýtingu menntunarinnar, en hún er afar sérhæfð." Páll nefnir nýlegt dæmi þar sem maður kærði fjóra lögreglumenn fyrir að handjárna sig við ljósastaur klukkan fjögur að nóttu fyrir framan veitingastað. Þar hafi hann verið látinn dúsa í klukkutíma, en þá hefðu þeir komið aftur til að berja hann. "Í svona glórulausum tilvikum höfum við kært viðkomandi borgara til baka fyrir rangar sakargiftir," segir Páll. "Þau mál fara líka beint í sorpið hjá ákæruvaldinu. Þetta erum við ósáttir við, því dæmd refsing myndi fæla fólk frá því að gera svona ósvinnu."
Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira