Ofbeldismál gegn lögreglu fara sjaldan fyrir dóm 15. júní 2006 06:00 Hópslagsmál Lögreglan þarf oft að vinna við tvísýnar aðstæður eins og í þessu tilviki sem myndin sýnir. Þá brutust út hópslagsmál í miðbænum. Á bilinu 90-95 prósent af þeim málum sem lögreglumenn skrifa skýrslu á um meint ofbeldi í sinn garð fara aldrei fyrir dómstóla, að sögn Páls Winkel, framkvæmdastjóra Landssambands lögreglumanna. Hann bætir við að þessi mál séu einfaldlega lögð niður. Mikil og vaxandi óánægja hefur verið meðal lögreglumanna með starfsumhverfi sitt. Þeir benda á að þeir vinni undir "mikilli streitu og gríðarlegu álagi". Á sínum tíma sendu þeir dómsmálaráðherra greinargerð þar sem bent er á atriði sem þarf að bæta til að gera vinnuumhverfi lögreglumanna viðunandi. Fyrsta atriðið er meðferð og úrvinnsla mála er varða hótanir eða ofbeldi gagnvart lögreglumönnum. Hið næsta varðar refsingar vegna hótana eða ofbeldis gagnvart lögreglumönnum. Þriðja atriðið varðar viðbrögð vegna rangra sakargifta borgara í garð lögreglu. "Stærstur hluti ofbeldismála gegn lögreglumönnum er felldur niður af einkennilegum ástæðum sem ekki eru í samræmi við lög, áður en þau rata fyrir dómstóla," segir Páll. "Í þeim örfáu málum sem dæmt er í eru refsingar vegna árása á lögreglumenn það vægar, að aldrei hefur verið notað meira en eitt ár af sex ára refsiramma, sem lögin gera ráð fyrir, á árabilinu 1984-2005. Loks er mjög algengt að borgarar leggi fram kærur á lögreglumenn fyrir meint brot í starfi. Það er mjög gott aðhald þegar einhver sannindi eru til staðar. Svo er hins vegar ekki í 99 prósentum tilvika og málin eru felld niður að því undangengnu að viðkomandi lögreglumaður hefur þá réttarstöðu sakbornings, þarf að mæta í skýrslutöku hjá ríkissaksóknara þar sem hann stendur frammi fyrir því að missa æruna, starfið og einnig þá nýtingu menntunarinnar, en hún er afar sérhæfð." Páll nefnir nýlegt dæmi þar sem maður kærði fjóra lögreglumenn fyrir að handjárna sig við ljósastaur klukkan fjögur að nóttu fyrir framan veitingastað. Þar hafi hann verið látinn dúsa í klukkutíma, en þá hefðu þeir komið aftur til að berja hann. "Í svona glórulausum tilvikum höfum við kært viðkomandi borgara til baka fyrir rangar sakargiftir," segir Páll. "Þau mál fara líka beint í sorpið hjá ákæruvaldinu. Þetta erum við ósáttir við, því dæmd refsing myndi fæla fólk frá því að gera svona ósvinnu." Innlent Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Á bilinu 90-95 prósent af þeim málum sem lögreglumenn skrifa skýrslu á um meint ofbeldi í sinn garð fara aldrei fyrir dómstóla, að sögn Páls Winkel, framkvæmdastjóra Landssambands lögreglumanna. Hann bætir við að þessi mál séu einfaldlega lögð niður. Mikil og vaxandi óánægja hefur verið meðal lögreglumanna með starfsumhverfi sitt. Þeir benda á að þeir vinni undir "mikilli streitu og gríðarlegu álagi". Á sínum tíma sendu þeir dómsmálaráðherra greinargerð þar sem bent er á atriði sem þarf að bæta til að gera vinnuumhverfi lögreglumanna viðunandi. Fyrsta atriðið er meðferð og úrvinnsla mála er varða hótanir eða ofbeldi gagnvart lögreglumönnum. Hið næsta varðar refsingar vegna hótana eða ofbeldis gagnvart lögreglumönnum. Þriðja atriðið varðar viðbrögð vegna rangra sakargifta borgara í garð lögreglu. "Stærstur hluti ofbeldismála gegn lögreglumönnum er felldur niður af einkennilegum ástæðum sem ekki eru í samræmi við lög, áður en þau rata fyrir dómstóla," segir Páll. "Í þeim örfáu málum sem dæmt er í eru refsingar vegna árása á lögreglumenn það vægar, að aldrei hefur verið notað meira en eitt ár af sex ára refsiramma, sem lögin gera ráð fyrir, á árabilinu 1984-2005. Loks er mjög algengt að borgarar leggi fram kærur á lögreglumenn fyrir meint brot í starfi. Það er mjög gott aðhald þegar einhver sannindi eru til staðar. Svo er hins vegar ekki í 99 prósentum tilvika og málin eru felld niður að því undangengnu að viðkomandi lögreglumaður hefur þá réttarstöðu sakbornings, þarf að mæta í skýrslutöku hjá ríkissaksóknara þar sem hann stendur frammi fyrir því að missa æruna, starfið og einnig þá nýtingu menntunarinnar, en hún er afar sérhæfð." Páll nefnir nýlegt dæmi þar sem maður kærði fjóra lögreglumenn fyrir að handjárna sig við ljósastaur klukkan fjögur að nóttu fyrir framan veitingastað. Þar hafi hann verið látinn dúsa í klukkutíma, en þá hefðu þeir komið aftur til að berja hann. "Í svona glórulausum tilvikum höfum við kært viðkomandi borgara til baka fyrir rangar sakargiftir," segir Páll. "Þau mál fara líka beint í sorpið hjá ákæruvaldinu. Þetta erum við ósáttir við, því dæmd refsing myndi fæla fólk frá því að gera svona ósvinnu."
Innlent Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira