Starfsfólk Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli leggur niður vinnu á sunnudaginn 20. júní 2006 22:10 MYND/Teitur Jónasson Farþegar geta búist við töluverðri röskun á flugi til og frá landinu á sunnudagsmorguninn ef af vinnustöðvun starfsfólks Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli verður. Trúnaðarmenn starfsfólks hafa staðið í árangurslausum viðræðum við stjórnendur Icelandair í tvo mánuði og upp úr sauð á fundi starfsfólks í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar segir málið í skoðun. Samkvæmt upplýsingum NFS hafa trúnaðarmenn starfsmanna Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli eða IGS Ground Services, fundað um kaup og kjör starfsmanna með stjórnendum Icelandair í tvo mánuði án árangurs. Flugþjónustan er dótturfélag Icelandair sem aftur er í eigu FL Group. Hjá henni starfar fólk meðal annars í innritun, mötuneyti, hlaðdeild, frakt, flugeldhúsi og veitingaþjónustu. Trúnaðarmenn gerðu starfsfólki grein fyrir stöðu mála á fjölmennum fundi í gærkvöldi. Þegar ljóst var að ekkert hafði þokast í viðræðunum mátti að sögn greina mikla reiði meðal starfsfólks. Trúnaðarmenn starfsmanna ákváðu þá þegar að draga sig út úr viðræðum og munu hafa ráðið starfsmönnum frá því að grípa til aðgerða á meðan Samtök atvinnulífsins reyna að tryggja launahækkun. Með þeirri aðgerð trúnaðarmann að draga sig út úr viðræðunum verður að sögn heimildarmanns ekki hægt að bendla verkalýðsfélög starfsmanna við aðgerðir þeirra. Gengið var til atkvæðagreiðslu um hvenær væri réttast að leggja niður vinnu til að láta í ljós óánægju með kjör og vinnuaðstöðu. Niðurstaðan var sú að gera það milli klukkan fimm og átta á sunnudagsmorgun, á háannatíma. Talsmaður starfsfólks, sem vildi ekki koma fram undir nafni af ótta við brottrekstur, sagði í samtali við NFS að laun hefðu lítið hækkað í nokkur ár og reiði starfsmanna magnast á fundinum í gær. Starfsfólk ætli að leggja niður vinnu á sunnudagsmorgun til að vekja athygli á stöðu mála og biður farþega um að sýna aðgerðunum skilning. Gunnar Olsen, framvkæmdastjóri Flugþjónustunnar, sagði í samtali við NFS í kvöld að málið væri í skoðun og ætla mætti að nokkur töf yrði á flugi til og frá landinu ef af aðgerðum starfsfólksins yrði. Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Farþegar geta búist við töluverðri röskun á flugi til og frá landinu á sunnudagsmorguninn ef af vinnustöðvun starfsfólks Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli verður. Trúnaðarmenn starfsfólks hafa staðið í árangurslausum viðræðum við stjórnendur Icelandair í tvo mánuði og upp úr sauð á fundi starfsfólks í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar segir málið í skoðun. Samkvæmt upplýsingum NFS hafa trúnaðarmenn starfsmanna Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli eða IGS Ground Services, fundað um kaup og kjör starfsmanna með stjórnendum Icelandair í tvo mánuði án árangurs. Flugþjónustan er dótturfélag Icelandair sem aftur er í eigu FL Group. Hjá henni starfar fólk meðal annars í innritun, mötuneyti, hlaðdeild, frakt, flugeldhúsi og veitingaþjónustu. Trúnaðarmenn gerðu starfsfólki grein fyrir stöðu mála á fjölmennum fundi í gærkvöldi. Þegar ljóst var að ekkert hafði þokast í viðræðunum mátti að sögn greina mikla reiði meðal starfsfólks. Trúnaðarmenn starfsmanna ákváðu þá þegar að draga sig út úr viðræðum og munu hafa ráðið starfsmönnum frá því að grípa til aðgerða á meðan Samtök atvinnulífsins reyna að tryggja launahækkun. Með þeirri aðgerð trúnaðarmann að draga sig út úr viðræðunum verður að sögn heimildarmanns ekki hægt að bendla verkalýðsfélög starfsmanna við aðgerðir þeirra. Gengið var til atkvæðagreiðslu um hvenær væri réttast að leggja niður vinnu til að láta í ljós óánægju með kjör og vinnuaðstöðu. Niðurstaðan var sú að gera það milli klukkan fimm og átta á sunnudagsmorgun, á háannatíma. Talsmaður starfsfólks, sem vildi ekki koma fram undir nafni af ótta við brottrekstur, sagði í samtali við NFS að laun hefðu lítið hækkað í nokkur ár og reiði starfsmanna magnast á fundinum í gær. Starfsfólk ætli að leggja niður vinnu á sunnudagsmorgun til að vekja athygli á stöðu mála og biður farþega um að sýna aðgerðunum skilning. Gunnar Olsen, framvkæmdastjóri Flugþjónustunnar, sagði í samtali við NFS í kvöld að málið væri í skoðun og ætla mætti að nokkur töf yrði á flugi til og frá landinu ef af aðgerðum starfsfólksins yrði.
Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira