Innlent

Krefst þess að ráðherra grípi inn í deilur

Tómas Zoega geðlæknir krefst þess að ráðherra grípi inn í deilunni hans og Landspítalans. Landspítalinn hyggst ekki setja Tómas aftur í stöðu yfirlæknis, þrátt fyrir dóm hæstaréttar þar um.

Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, ætlar ekki að ráða Tómas Zoega aftur í stöðu yfirlæknis geðsviðs ef hann heldur áfram rekstri læknastofu sinnar. Læknastofuna hefur Tómas rekið frá árinu 1982 og tók við stöðu yfirlæknis geðviðs 1991. Það var þó ekki fyrr en árið 2002 að farið var að fetta fingur í störf hans utan spítalans og honum gert að leggja niður störf á læknastofu sinni. Þessu neitaði Tómas og því var tekin ákvörðun um að færa hann úr stöðu yfirlæknis í stöðu sérfræðilæknis.

Héraðsdómur dæmdi ákvörðun spítalans ógilda en Hæstiréttur ólögmæta.

Aukin harka hefur nú hlaupið í málið og segir Tómas að skaðabótakrafa hans á hendur spítalans geti hlaupið á um 100 milljónum króna en tók fram að það væri fremur lögmanns hans að greina frá því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×