Innlent

Baráttan gegn verðbólgunni

Nú er farið að standa á endanlegum útspilum ríkisstjórnarinnar, í sameiginlegu átaki aðilla vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins í baráttunni gegn verðbólgunni, að mati starfsgreinasambandsins.

Formannafundi þess, sem átti að vera í dag, hefur því verið frestað fram á fimmtudag, í von um að línur verði þá orðnar skýrari. Enn sem fyrr vilja stjórnvöld ekki ljá máls á því að endurskoða lög frá 2003 um lífeyrisgreiðslur til æðstu embættismanna, þingmanna og ráðherra, sem tryggja þeim mun betri lífeyriskjör en almennt í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×