Innlent

Hamborgarhryggirnir uppseldir

Skortur varð á vinsælasta jólamatnum

Síðustu þrjá daga fyrir jól var orðinn verulegur skortur á hamborgarhryggjum í verslunum Bónuss. Skorturinn var fyrirsjáanlegur og samkvæmt upplýsingum frá Högum var sóst eftir leyfi til að flytja inn svínahryggi. Leyfið var veitt en með slíkum ofurtollum að hryggirnir hefðu verið seldir út úr búð með tapi.

Hjá Nóatúni fengust þær upplýsingar í morgun að nánast allir hamborgarhryggir hefðu verið seldir á aðfangadagsmorgun og rekstrarstjórinn þar staðfestir að skorturinn hafi verið fyrirsjáanlegur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×