Maður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að aka bifreið án ökuréttinda og undir áhrifum róandi lyfja í tvígang. Maðurinn hafði verið sviptur ökuréttindum ævilangt en var gripinn við að aka bifreið tvo daga í röð í ágústmánuði í fyrra. Hann bar við minnisleysi vegna heilablóðfalls.
Honum er gert að sæta fangelsi í þrjá mánuði og borga um 150 þúsund króna sekt .
Innlent