Erlent

Stefnt að því að semja við Írana

Stefna bandarískra stjórnvalda er að semja um lausn á kjarnorkudeilunni við Írana en Bandaríkjaforseti hefur þó ekki útilokað aðrar leiðir. Þetta segir Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún segir stöðu mála í deilunni við Írana allt aðra en þegar ákveðið var að ráðst inn Írak.

Viðtal Jonatahns Dimbleby við þau Rice, og Jack Straw, utanríkisráðherra Breta, var sýnt á bresku sjónvarpsstöðinni ITV í morgun.

Þar viðurkenndi Rice að margir óttuðust að svo gæti farið að Bandaríkjamenn tækju þá ákvörðun að ráðast gegn Írönum vegna kjarnorkudeilunnar við þá. Hún lagði hins vegar áherslu á að sú deila væri ekki sambærileg við það sem gerðist í aðdraganda Íraksstríðsins. Rice bætti því við að Bandaríkjaforseti útilokaði ekki neina leið til lausnar deilunni en hann hefði skuldbundið sig til að semja um lausn hennar.

Rætt var um ástandið í Írak og þá staðreynd að margir ráðamenn þar og jafnvel fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafi sagt borgarastyrjöld geysa þar. Rice sagði að vissulega væri hætta á borgarastyrjöld í landinu en ástandið væri betra nú en þegar Saddam Hússein var við völd.

Rice var einnig spurð hvort hún hefði hug á því að bjóða sig fram til forseta en hún neitaði því.

Tveggja daga heimsókn Rice til Bretlands lauk í gær og í morgun komu hún og Straw í óvænta heimsókn til. Þar áttu þau fund með Jalal Talabani, forseta landsins, og Ibrahim al-Jaafari, forsætisráðherra. Erfiðlega hefur gengið að mynda starfhæfa ríkisstjórn í landinu síðan kosið var til þings í desember. Kúrdar og súnníar vilja ekki að sjíinn al-Jaafari gegni áfram embætti forsætisráðherra og í dag skoraði leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks í Bandalagi sjía á al-Jaafari að víkja þar sem mikilvægt væri að sátt næðist um næsta forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×