Lífið

Michael Jackson fordæmir fjölmiðla

Jackson fordæmdi líka að vitnisburðir úr lögregluskýrslum hefðu lekið í fjölmiðla. Jackson kom fram í myndbandi á vefsíðu sinni og áréttaði að hann hefði hjálpað þúsundum barna og hleypt drengnum sem hann er ákærður fyrir að misnota inn á búgarð sinn eingöngu vegna þess að fjölskylda drengsins sagði hann berjast við krabbamein og þarfnast hjálpar. "Ég ætlaði aldrei að koma sjálfum mér í þessa nöturlegu aðstöðu. Ég elska þetta þjóðfélag og hef fulla trú á dómstólum okkar. Ég á skilið sanngjörn réttarhöld eins og allir aðrir og veit að ég að verð sýknaður af öllum ákærum. Látið mig í friði á meðan," sagðir Jackson.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.