Lífið

Kyntröll eftir vinnustaðargrín

Frosti Reyr Rúnarsson var öllum að óvörum kosinn kynþokkafyllsti maður landsins á Rás tvö á dögunum. Nú hefur komið í ljós að kosning Freys var hluti af stóru vinnustaðagríni þar sem fjöldapóstar gengu um KB banka með ósk til starfsmanna um að kjósa sinn mann.  "Maður hefur nú ekki þekkt andlit eða nafn svo maður treystir á félagana," segir Frosti Reyr í samtali við DV. Hann segist ekki hafa skellt sér út á næturlífið þar sem fagrar meyjar biðu kyntröllsins. "Nei, það var nóg að gera að svara í símann. Ég hef aldrei lent í öðru eins!" Á Efstaleiti hafa menn þurft að fara í gegnum starfsreglur varðandi kjörið á kynþokkafyllsta manni Íslands. Aðeins einu sinni áður í 17 ára sögu keppninnar hafa úrslitin verið jafn óvænt. Það var þegar Jakob Atlason Dalvíkingur bar sigur úr býtum. Líkt og með Frosta hafði hans heimabær sameinast um að koma kyntrölli staðarins á stall. Og tekist ætlunarverkið með miklum ágætum. Meira í DV.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.