Lífið

Johnny Carson látinn

Grínarinn heimsþekkti Johnny Carson lést í gær, 79 ára að aldri. Talið er að dánarorsökin hafi verið lungnaþemba en Carson reykti um árabil og vitað er að hann hafði um skeið þjáðst af sjúkdómnum. Carson lét fyrst að sér kveða í sjónvarpi um miðja síðustu öld í heimaríki sínu, Nebraska. Árið 1962 tók hann við sem umsjónarmaður þáttarins Tonight Show og gegndi því hlutverki í þrjá áratugi, eða allt þar til Jay Leno tók við af honum árið 1992. Meira en fimmtíu milljónir Bandaríkjamanna sáu síðasta þáttinn með Carson í maí árið 1992.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.