Innlent

Nýr miðbær á Selfossi

Einar Njálsson, bæjarstjóri Árborgar, kynnti breytingarnar á Hótel Selfossi í gær. Hann segir að fundurinn hafi verið fjölmennur og fólk hafi almennt verið mjög jákvætt. "Fulltrúar sveitarfélagsins hafa fengið tækifæri til þess að fylgjast með vinnunni við hönnun miðbæjarins. Við höfum fengið að koma með tillögur og koma sjónarmiðum íbúa á framfæri. Það hefur verið tekið fullt tillit til þeirra og okkur sýnast þessar hugmyndir vera mjög spennandi," segir Einar. Það er danska arkitektastofan 3xN sem sér um hönnun svæðisins og er það von heimamanna að breytingarnar muni auka lífsgæði íbúa Árborgar.p> Einar Njálsson, bæjarstjóri Árborgar, kynnti breytingarnar á Hótel Selfossi í gær. Hann segir að fundurinn hafi verið fjölmennur og fólk hafi almennt verið mjög jákvætt. "Fulltrúar sveitarfélagsins hafa fengið tækifæri til þess að fylgjast með vinnunni við hönnun miðbæjarins. Við höfum fengið að koma með tillögur og koma sjónarmiðum íbúa á framfæri. Það hefur verið tekið fullt tillit til þeirra og okkur sýnast þessar hugmyndir vera mjög spennandi," segir Einar. Það er danska arkitektastofan 3xN sem sér um hönnun svæðisins og er það von heimamanna að breytingarnar muni auka lífsgæði íbúa Árborgar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×