Innlent

Tuttugu ný störf í Súðavík

Um síðustu mánaðamót var átján sagt upp vinnu sinni í rækjuverksmiðjunni Frosta í Súðavík. "Við þetta skapaðist mikið óvissuástand í atvinnumálum hér í Súðavík. Við fórum í það að skoða þessi mál og reyna að bregðast við ástandinu," segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súðavík. Niðurstaðan varð sú að með hjálp tveggja fyrirtækja tókst sveitarstjórninni að útvega tuttugu ný störf í staðinn. Fyrirtækin hefja bæði starfsemi í hluta af húsnæði rækjuverksmiðjunnar Frosta. "Annað fyrirtækið heitir Stál og hnífur og það hefur rekstur á næstu tveimur vikum á neðri hæðinni. Hitt fyrirtækið er Hraðfrystihúsið Gunnvör og það verður með vinnslu á lifur sem mun fara af stað einhvern tímann fyrir áramót. Það mun hins vegar útvega einhver störf strax í upphafi," segir Ómar sem er bjartsýnn á framhaldið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×