Innlent

Bóndi slasast við smölun

Bóndi slasaðist alvarlega er hann hrapaði í klettum fyrir ofan bæinn Þórustaði í Bitrufirði á Ströndum er hann var að smala fé. Ekki náðist samband við lögreglu fyrr en þremur tímum eftir slysið þar sem það átti sér stað á svæði utan símasambands. Sjúkrabíll ók bóndanum að Holtavörðuheiði þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar, TF Sif, sótti manninn og flutti á Landspítala - háskólasjúkrahús. Vakthafandi læknir segir líðan bóndans sæmilega. Hann hafi ekki hlotið alvarleg beinbrot en sé á gjörgæslu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×