Innlent

Ríkar ástæður þarf fyrir lögbanni

Nánast má leggja það að jöfnu að gefa upp nöfn heimildarmanna og að setja lögbann á birtingu gagna. Þetta segir dr. Herdís Þorgeirsdóttir, lagaprófessor og sérfræðingur í fjölmiðlarétti , og vísar í dóma Mannréttindadómstóls Evrópu. Réttur blaðamanna til að koma upplýsingum á framfæri nýtur sérstakrar verndar hjá Mannréttindardómstól Evrópu að sögn dr. Herdísar Þorgerisdóttur, lagaprófessor og sérfræðings í fjölmiðlarétti. Dómstóllinn telur ennfremur að ekki sé ýkja mikill munur á því að setja lögbann á gögn eða að gefa upp nafn heimildarmanna blaðamanna, áhrifin séu þau sömu. Herdís segir að þau hindri upplýsingaflæðið og það sé ekki bara verið að hindra blaðamanninn í að miðla áfram upplýsingum, sem er réttur hans, heldur einnig það að almenningur fái upplýsingar. Það má þó ekki gleyma því að það séu líka aðrir hagsmunir en það að stöðva fréttaflutning, þó ekki sé nema tímabundið, geti rúið fréttina inntaki sínu og gildi. Til að réttlæta birtingu sem brýtur í bága við almenn hegnignarlög, eins og að vitna í einkagögn, þá þarf ríka almannahagsmuni. Herdís vildi þó ekki leggja mat á það hvort að aðgerðir sýslumannsins á Fréttablaðinu í gær hafi átt rétt á sér. Hún minnti hins vegar á að það þurfi mjög ríkar ástæður til að réttlæta lögbann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×