Innlent

Síðasti áfanginn vígður

Í morgun var síðasti áfangi Nesjavallavirkjunar vígður. Virkjunin getur nú, ein og sér, séð um rúmlega 30% af varmaþörf borgarbúa og um 60%af rafmagnsþörf þeirra. Með tilkomu þrjátíu megawatta gufuhverfils er flutningsgeta frá Nesjavöllum fullnýtt. Bæði er strengurinn sem flytur rafmagnið fullnýttur og einnig er flutningsgeta heitavatnsæðarinnar, sem liggur með fram Nesjavallaveginum, þegar fullnýtt. Næstu áfangar í aukinni orkuframleiðslu hjá Orkuveitunni verða á Hellisheiði en þar er nú að rísa nýtt orkuver sem mun bæði framleiða rafmagn og hita.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×