Innlent

Dregur úr kulda í október

Veðurklúbburin á Dalbæ á Dalvík spáir því að frá og með mánudeginum þriðja október fari veður að breytast til batnaðar. Draga muni úr kuldanum, og október í heild verða hlýrri og betri mánuður en september. Nýju tungli í suðaustri mun fylgja breyting á veðrinu. Þrátt fyrir hlýrra veður í október, segir í spá veðurklúbbsins, að það megi búast við nokkrum köldum dögum inn á milli. Veðurklúbburin á Dalvík hefur í fjölda ára sent út veðurspá fyrir komandi mánuð en í klúbbnum eru í kringum tíu íbúar á Dalvík sem allir eru komnir yfir sjötugt, og hefur spá klúbbsins oft reynst nokkuð nærri lagi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×