Lífið

Of sætur kærasti

Kæra Ragga Ég er eiginlega alveg ráðþrota. Ég á frábæran kærasta, sætan og sexí. Stundum finnst mér hann allt of mikið beib fyrir mig því ég er ósköp venjuleg. Ég er 24 ára og hann 28. Hann er með sexpakk, hár og fríður, ég er skolhærð, aðeins of þung og með aðeins of  lítil brjóst. Kannski á ég ekki að hugsa svona en þetta er að trufla mig aftur og aftur. Það ýtir líka undir þessar hugsanir að hann hefur upp á síðkastið látið í ljós þá ósk sína að prófa að fá aðra konu með í kynlífið okkar. Reyndar er þetta eitthvað sem hann talar um þegar við erum að stunda kynlíf og erum mjög æst og heit og það er greinilegt að svona tal æsir hann mikið. Ég veit að þetta gætu bara verið órar hjá honum en mér finnst samt grunsamlegt að þetta komi upp í hvert einasta skipti sem við stundum kynlíf. Ég er skíthrædd um að hann sé að meina þetta og jafnvel að hann hafi einhverja sérstaka stelpu í huga, einhverja blondínu með stór brjóst og fullkominn líkama. Með kærri kveðju, Músin. Lestu um ráð Röggu kynlífssérfræðings í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.