Lífið

Heimsmetabók Guinnes 50 ára

Sá sem setið hefur lengst í ísmolabaði var þar í eina klukkustund og átta mínútur. Hæsta upphæð á einum sektarseðli er þrettán milljónir, fjögur hundruð tuttugu og níu milljónir króna og það var óheppinn Finni sem fékk sektina. Þetta og fleira kemur fram í heimsmetabók Guinness sem fagnar hálfrar aldar afmæli sem stendur. Fyrsta eintak heimsmetabókarinnar kom út 27. ágúst 1955, en það var Hugh Beaver, þáverandi forstjóri Guinness-brugghússins sem átti hugmyndina. Hún fæddist í gleðskap nokkrum árum áður þegar Beaver lenti í deilum um hvaða evrópski matfugl kæmist hraðast yfir, skógarhænsni eða heiðlóa. Honum fannst það bráðsniðug hugmynd að gefa út bók með nauðsynlegum upplýsingum af þessu tagi. Síðan þá hafa selst yfir hundrað milljónir eintaka og aðeins Biblían hefur selst í stærra upplagi. Fleiri met: Bandaríkjamaður gekk frá Santa Monica í Kaliforníu til Istanbúl, samtals tólf þúsund áttahundruð sjötíu og fimm kílómetra, og hann gekk aftur á bak. Og kona í Sviss á heimsmetið í að strauja: hún straujaði samfellt í fjörutíu klukkustundir, alls tvö hundruð tuttugu og átta skyrtur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.