Erlent

Ráðist á mosku í Hilla

Fjórtán létust og 42 særðust þegar maður sprengdi sjálfan sig í loft upp fyrir utan mosku sjíta í bænum Hilla, suður af Bagdad, í dag. Fjöldi fólks var fyrir framan moskuna þegar árásin var gerð og hafði það safnast saman við upphaf hins helga mánaðar Ramadan. Ekki er ljóst hver stóð á bak við árásina en íröksk og bandarísk yfirvöld óttast að árásum muni fjölga enn í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu um drög að stjórnarskrá fyrir landið 15. október næstkomandi, en uppreisnarmenn úr röðum súnníta hafa hótað því að rústa kosningunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×