Erlent

Saka Írana um aðild að drápum

Bretar hafa sakað Írana um að bera ábyrgð sprengingum sem leiddu til dauða átta breskra hermanna í Írak fyrr á árinu. Breska ríkisútvarpið hefur eftir ónefndum háttsettum manni innan stjórnkerfis Bretlands að Byltingarvörður Írans hafi útvegað sjítahópi nauðsynlegan tæknibúnað til sprenginganna en að búnaðurinn hefði borist í gegnum Hizbollah-samtökin í Líbanon. Samkvæmt heimildarmanninum hafa Íranar hins neitað þessum ásökunum, en samskipti Írana og Breta hafa stirnað nokkuð eftir að samningaviðræður þeirra um kjarnorkuáætlun Írana fóru út um þúfur á dögunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×