Erlent

Sjálfsmorðsárás í Kandahar

Tveir létust og einn særðist í sjálfsmorðssprengjuárás í Kandahar í Afganistan fyrr í dag. Sjálfssmorðsprengjumaðurinn var staddur nálægt herbúðum kanadískrar hersveitar þegar sprengjan sprakk. 10 ára gamall drengur lést auk sjálfsmorðssprengjumannsins en einn kanadískur hermaður slasaðist. Þetta er önnur sprengjan sem springur á tveimur dögum en í gær létust sex afganskir borgarar þegar sprengja sprakk í suðurhluta Kaandahar-héraðs. Rúmlega 1000 manns hafa látið lífið í átökum tengdum talibönum í Afganistan á þessu ári. Tímabilið er það blóðugasta síðan bandarískar hersveitir yfirbuguðu talibana í Afganistan síðla árs 2001.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×