Erlent

Hið opinbera greiði fyrir vændi

MYND/Reuters
Fatlaður Dani krefst þess að hið opinbera greiði fyrir heimsóknir vændiskvenna til hans. Yfirvöld eru að skoða málið. Torben Hansen þjáist af heilalömun sem hefur meðal annars áhrif á mál og hreyfigetu. Fyrir nokkru sótti Torben námskeið hjá félagsmiðstöð í heimabæ sínum og ákvað í kjölfarið að breytinga væri þörf. Á námskeiðinu var honum kennt að fatlað fólk ætti að sinna þörfum sínum og að það gæti gert heilmikið í sínum málum. Torben var sammála og komst að því að hann væri kynsveltur. Því leitaði hann til vændiskvenna. Sökum fötlunarinnar getur hann hins vegar ekki heimsótt vændishús heldur verða vændiskonurnar að koma til hans, sem er dýrara. Því vill Torben að félagsmálayfirvöld niðurgreiði heimsóknirnar. Samkvæmt dönskum lögum á hið opinbera að greiða kostnað sem fatlaðir verða fyrir vegna fötlunar sinnar. Og Torben segist þurfa að borga vændiskonunum meira, einmitt vegna fötlunarinnar. Yfirvöld í heimabæ hans eru að skoða málið, samkvæmt fréttavef BBC.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×