Erlent

Fá Nóbelsverðlaunin í efnafræði

Frakkinn Yves Chauvin og Bandaríkjamennirnir Robert Grubbs og Richard Schrock fá Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Frá þessu var greint fyrir skemmstu í Stokkhólmi. Þeir hljóta tíu milljónir sænskra króna fyrir störf sín á sviði lífrænnar efnafræði; nánar tiltekið hafa þeir rannsakað gagnkvæm efnahópa- og frumefnaskipti við efnahvörf. Rannsóknir þeirra leiddu til þess að hægt var að mynda nýjar sameindir sem notaðar eru í lyfjaiðnaði og í umhverfisvænni framleiðslu efna og plastvarnings.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×