Erlent

Hundruð missa vinnuna í Noregi

Heit umræða eru nú uppi í Noregi i kjölfar þess að stjórn fyrirtækisins Norskra skóga ákvað í gær að leggja niður pappírsframleiðsluver fyrirtækisins á Þelamörk, þar sem hundruð manna vinna, og flytja vinnsluna til Kína. Þetta er gert þrátt fyrir að pappírsverksmiðjan skili hagnaði og óttast norskur almenningur að þetta sé fyrirboði mikils útflutnigns á atvinnutækifærum frá landinu, og benda í því sambandi á að nú er verið að loka einu fiskiðjuverinu af öðru í Norður-Noregi þar sem farið er að flytja fiskinn heilfrystan úr landi til fullvinnslu í Kína. Athygli vekur að sáralítil umræða var í Noregi þegar farið var að flytja fisk til fullvinnslu í Kína líkt og virðist ætla að verða hér á landi um samskonar útflutning sem þegar er hafinn. Það var svo ekki fyrr en þessi þróun náði til annarrar greinar, og hátt í 400 manns missa vinnuna á einu bretti, að norskur almenningur tekur við sér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×