Innlent

Fengu leyfi fyrir tjaldbúðunum

Skipuleggjendur mótmælabúða við Kárahnjúka hafa nú fengið leyfi heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir tjaldbúðunum að sögn Ólafs Páls Sigurðssonar, helsta hvatamanns aðgerðanna. Þá segist hann búast við að fá leyfi landeigenda í kvöld eða fyrrramálið en landið tilheyrir prestsjörðinni Valþjófsstað. Búðirnar hafa nú verið færðar að brúnni yfir Jöklu en voru fyrst við Sauðá. Fjögur tjöld eru á svæðinu, þar af eitt stórt samkvæmistjald. Sjö manns voru í búðunum í dag og fjórir eru sagðir bætast við í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×