Lágvöruverslanir berjast enn 26. júní 2005 00:01 "Það eru að ganga til baka lækkanir sem verið hafa í matvöru," segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans. Hún segir kostaboð á matvöru, sem vegi þungt í vísitöluútreikninga, hafa mikið haft að segja. Bankinn spáir nú 0,4 prósenta verðbólgu á milli mánaða, en þar er meðal annars horft til hækkana á matvöru. "Ég get ekki tekið undir að verðstríðið sé búið. Auðvitað er enn tekist á um hverjir eru ódýrastir. Við erum ekki að fara að hætta í þessu stríði," segir Hróar Björnsson, rekstrarstjóri Krónunnar. "Það er samt greinilegt að það eru Krónan og Bónus sem eru að slást um þetta og alveg óhætt að segja Kaskó og Nettó hafi bakkað vel út úr slagnum. Við ætlum að taka þátt í þessum slag áfram og erum búnir að skilgreina okkur sem lágvöruverslun og það kostar áframhaldandi átök." Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, tekur í svipaðan streng en telur þó einsýnt að minna verði um undirboð á borð við að fólk fái mjólkurlítrann á krónu, eða jafnvel gefins. "Ég held að svona bullverð séu úr sögunni, að minnsta kosti tímabundið. Þetta snýst náttúrlega um stöðugt lágt verðlag, enda skiptir það neytandann mestu máli," segir hann og telur augljóst að lágvöruverslanir haldi áfram að veita hver annarri aðhald. Guðmundur segir blöðin full af auglýsingum matvöruverslana þar sem kynntir séu afslættir og lágt vöruverð. Edda Rós segir að undanfarið hafi fasteignaverð einna helst ýtt undir verðbólgu, en nú komi einnig inn hærra bensínverð og svo hækkun á verði matvöru. Hún segir almennt gert ráð fyrir því að Seðlabankinn hækki stýrivexti um hálft prósent til viðbótar í september til að bregðast við aukinni verðbólgu. Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
"Það eru að ganga til baka lækkanir sem verið hafa í matvöru," segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans. Hún segir kostaboð á matvöru, sem vegi þungt í vísitöluútreikninga, hafa mikið haft að segja. Bankinn spáir nú 0,4 prósenta verðbólgu á milli mánaða, en þar er meðal annars horft til hækkana á matvöru. "Ég get ekki tekið undir að verðstríðið sé búið. Auðvitað er enn tekist á um hverjir eru ódýrastir. Við erum ekki að fara að hætta í þessu stríði," segir Hróar Björnsson, rekstrarstjóri Krónunnar. "Það er samt greinilegt að það eru Krónan og Bónus sem eru að slást um þetta og alveg óhætt að segja Kaskó og Nettó hafi bakkað vel út úr slagnum. Við ætlum að taka þátt í þessum slag áfram og erum búnir að skilgreina okkur sem lágvöruverslun og það kostar áframhaldandi átök." Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, tekur í svipaðan streng en telur þó einsýnt að minna verði um undirboð á borð við að fólk fái mjólkurlítrann á krónu, eða jafnvel gefins. "Ég held að svona bullverð séu úr sögunni, að minnsta kosti tímabundið. Þetta snýst náttúrlega um stöðugt lágt verðlag, enda skiptir það neytandann mestu máli," segir hann og telur augljóst að lágvöruverslanir haldi áfram að veita hver annarri aðhald. Guðmundur segir blöðin full af auglýsingum matvöruverslana þar sem kynntir séu afslættir og lágt vöruverð. Edda Rós segir að undanfarið hafi fasteignaverð einna helst ýtt undir verðbólgu, en nú komi einnig inn hærra bensínverð og svo hækkun á verði matvöru. Hún segir almennt gert ráð fyrir því að Seðlabankinn hækki stýrivexti um hálft prósent til viðbótar í september til að bregðast við aukinni verðbólgu.
Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira