Bubbi höfðar skaðabótamál 26. júní 2005 00:01 Bubbi Morthens segist ekki samþykkja að hægt sé að beita sig og fjölskyldu sína ofbeldi í skjóli ritfrelsis. Hann ætlar að draga þá sem bera ábyrgð á forsíðufréttum Hér og nú fyrir dómstóla og spyr hvar þjóðin vilja draga mörkin í umfjöllun um persónulega hagi fólks. Óhætt er að segja að forsíðufréttir síðustu tveggja tölublaða Hér og nú hafi vakið athygli í okkar litla þjóðfélagi. Í þessari viku birtist forsíðufréttin „Brynja hélt framhjá Bubba“ og fannst mörgum sem blaðamennska á Íslandi hefði náð nýrri lægð. Vikunni á undan hafði hins vegar birst fyrirsögnin „Bubbi fallinn!“ sem þegar blaðið var lesið átti að skilja sem „fallinn á reykingabindindinu“. Hópur blaðamanna hefur mótmælt þessum vinnubrögðum opinberlega og nú er komið að Bubba sjálfum sem segist ekki vera maður til að taka svona meðferð þegjandi. Bubbi segir aðstandendur blaðsins alveg vita hvað þeir séu að gera; ætlunin sé að selja fólki að hann sé byrjaður að nota eiturlyf að nýju. Svo sé settur öryggisventill um að hann sé byrjaður aftur að reykja en Bubbi segir að það hafi gerst fyrir einu og hálfu ári. „Tilgangurinn er fyrst og fremst að skaða mig. Afkoma mín, trúverðugleiki og ímynd byggist allt á því að ég sé edrú,“ segir Bubbi. „Ef ég fell hrynur allt í kringum mig. Það er alveg borðliggjandi. Samningar sem ég hef verið að gera við stór fyrirtæki úti í bæ byggjast á því að ég sé edrú. Þetta er atvinnurógur af verstu tegund,“ segir tónlistarmaðurinn kunni. Bubbi segist hafa lifað sem opinber persóna í aldarfjórðung og sætt sig við ýmis konar umfjöllun sem fylgir því að hafa atvinnu af því að vera frægur. Þegar hann og eiginkona hans til nítján ára skildu nýverið hafi hann hins vegar talið best að taka sér tímabundið hlé frá viðtölum, - ákvörðun sem hann taldi á sínu valdi að taka. Bubbi telur að Hér og nú séu að reyna að þvinga hann og fyrrverandi konuna hans í viðtal með áðurnefndri umfjöllun. Hann segir að þessi nýja blaðamennska sé ofbeldi. Bubbi kveðst geta skorað á Mikael Torfason, ritstjóra DV, Gunnar Smára Egilsson, forstjóra 365 fjölmiðla sem gefa út Hér og nú, og Eirík Jónsson, blaðamann Hér og nú, í bardaga inni í hnefaleikahring og þar myndi hann berja þá í klessu. Hann segir þetta ekkert ósvipað. Og hann bætir við að fyrir tíu árum hefði hann farið heim til þeirra þriggja og lamið þá. Það geri hann hins vegar ekki í dag. Gífurleg reiði kraumar innra með Bubba vegna þessa að hans eigin sögn. Hann spyr hver tilgangurinn sé að taka hann og fjölskyldu sína svona fyrir. Að hann þurfi að útskýra fyrir börnunum sínum að mamma þeirra sé ekki vond og að hann sé ekki byrjaður að neyta fíkniefna á nýjan leik. Gunnar Smári ber á endanum ábyrgð á þessu öllu segir Bubbi sem í viðtalinu vandar ekki blaðamönnum fyrirtækisins kveðjurnar. Hann segir líka ferlega skrítið að hann skuli vera að vinna hjá fyrirtæki sem sé að rústa æru sinni. Lengri útgáfa af viðtalinu við Bubba verður birt í Íslandi í dag annað kvöld og í framhaldi af því tekin upp umræða um málið. Fréttir Innlent Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Bubbi Morthens segist ekki samþykkja að hægt sé að beita sig og fjölskyldu sína ofbeldi í skjóli ritfrelsis. Hann ætlar að draga þá sem bera ábyrgð á forsíðufréttum Hér og nú fyrir dómstóla og spyr hvar þjóðin vilja draga mörkin í umfjöllun um persónulega hagi fólks. Óhætt er að segja að forsíðufréttir síðustu tveggja tölublaða Hér og nú hafi vakið athygli í okkar litla þjóðfélagi. Í þessari viku birtist forsíðufréttin „Brynja hélt framhjá Bubba“ og fannst mörgum sem blaðamennska á Íslandi hefði náð nýrri lægð. Vikunni á undan hafði hins vegar birst fyrirsögnin „Bubbi fallinn!“ sem þegar blaðið var lesið átti að skilja sem „fallinn á reykingabindindinu“. Hópur blaðamanna hefur mótmælt þessum vinnubrögðum opinberlega og nú er komið að Bubba sjálfum sem segist ekki vera maður til að taka svona meðferð þegjandi. Bubbi segir aðstandendur blaðsins alveg vita hvað þeir séu að gera; ætlunin sé að selja fólki að hann sé byrjaður að nota eiturlyf að nýju. Svo sé settur öryggisventill um að hann sé byrjaður aftur að reykja en Bubbi segir að það hafi gerst fyrir einu og hálfu ári. „Tilgangurinn er fyrst og fremst að skaða mig. Afkoma mín, trúverðugleiki og ímynd byggist allt á því að ég sé edrú,“ segir Bubbi. „Ef ég fell hrynur allt í kringum mig. Það er alveg borðliggjandi. Samningar sem ég hef verið að gera við stór fyrirtæki úti í bæ byggjast á því að ég sé edrú. Þetta er atvinnurógur af verstu tegund,“ segir tónlistarmaðurinn kunni. Bubbi segist hafa lifað sem opinber persóna í aldarfjórðung og sætt sig við ýmis konar umfjöllun sem fylgir því að hafa atvinnu af því að vera frægur. Þegar hann og eiginkona hans til nítján ára skildu nýverið hafi hann hins vegar talið best að taka sér tímabundið hlé frá viðtölum, - ákvörðun sem hann taldi á sínu valdi að taka. Bubbi telur að Hér og nú séu að reyna að þvinga hann og fyrrverandi konuna hans í viðtal með áðurnefndri umfjöllun. Hann segir að þessi nýja blaðamennska sé ofbeldi. Bubbi kveðst geta skorað á Mikael Torfason, ritstjóra DV, Gunnar Smára Egilsson, forstjóra 365 fjölmiðla sem gefa út Hér og nú, og Eirík Jónsson, blaðamann Hér og nú, í bardaga inni í hnefaleikahring og þar myndi hann berja þá í klessu. Hann segir þetta ekkert ósvipað. Og hann bætir við að fyrir tíu árum hefði hann farið heim til þeirra þriggja og lamið þá. Það geri hann hins vegar ekki í dag. Gífurleg reiði kraumar innra með Bubba vegna þessa að hans eigin sögn. Hann spyr hver tilgangurinn sé að taka hann og fjölskyldu sína svona fyrir. Að hann þurfi að útskýra fyrir börnunum sínum að mamma þeirra sé ekki vond og að hann sé ekki byrjaður að neyta fíkniefna á nýjan leik. Gunnar Smári ber á endanum ábyrgð á þessu öllu segir Bubbi sem í viðtalinu vandar ekki blaðamönnum fyrirtækisins kveðjurnar. Hann segir líka ferlega skrítið að hann skuli vera að vinna hjá fyrirtæki sem sé að rústa æru sinni. Lengri útgáfa af viðtalinu við Bubba verður birt í Íslandi í dag annað kvöld og í framhaldi af því tekin upp umræða um málið.
Fréttir Innlent Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira