Innlent

Fimm héðan til Palestínu

Hjá Félaginu Íslandi-Palestínu er enn tekið við umsóknum um vist í alþjóðlegum æskulýðsbúðum í Nablus 20. júlí til 5. ágúst. Þegar hafa fimm verið skráðir héðan. Í búðunum, sem að standa palestínsku læknishjálparsamtökin (UPRMC), tekur fólk á aldrinum 20 til 35 ára þátt í sjálfboðastarfi í gömlu borginni, flóttamannabúðum og þorpum í kringum Nablus. Þáttakendur greiða sjálfir fargjaldið til Palestínu, en UPRMC sjá um húsnæði og veita 100 evrur í styrk fyrir mat og öðru tilfallandi. Í tilkynningu Íslands-Palestínu segir einnig að í undirbúningi sé þátttaka í alþjóðleg kvennaráðsefnu í Jerúsalem 12 til 16. ágúst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×