Ekki áfall segir bæjarstjóri 26. júní 2005 00:01 Íbúar Seltjarnarness höfnuðu skipulagsáformum bæjaryfirvalda á Hrólfsstaðamel og Suðurströnd í íbúakosningu í gær. Sú tillaga sem gerði ráð fyrir lítilli aukningu byggðar, S-tillaga, sigraði H-tillögu sem gerði ráð fyrir meiri aukningu byggðar. S-tillagan hlaut 944 atkvæði, eða 55% gildra atkvæða, en H-tillaga fékk 768 atkvæði, eða 45%. Alls voru 3.314 íbúar á kjörskrá og greiddu 1.727 atkvæði sem þýðir að kosningaþátttaka var 52%. Auðir seðlar og ógildir voru 15. H-tillagan, sem varð undir, var svipuð tillögu sem áður hafði verið samþykkt í bæjarstjórn en mætt mikilli andspyrnu meðal bæjarbúa. Bæjarstjóri Seltjarnarness, Jónmundur Guðmarsson, segir niðurstöðuna afgerandi og skýra. Hann kveðst hins vegar gleðjast yfir því að niðurstaða hafi fengist í málinu. Verkefnið hafi lengi verið á döfinni og gengið hafi illa sl. tíu ár eða svo að fá úr því skorið hvað skuli gert á svæðinu. Jónmundur telur niðurstöðuna horfa til framfara og stjórnin komist með auðveldum hætti yfir í næsta skef verkefnisins sem sé að fylgja hinu formlega skipulagsferli eftir og hefja svo framkvæmdir í kjölfarið. Jónmundur segist ekki líta á þetta sem áfall fyrir bæjaryfirvöld, þrátt fyrir að þau hafi viljað stefna í hina áttina, því afgerandi afstaða stjórnarinnar hafi verið að leggja málið í dóm íbúa Seltjarnarness. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst sigur fyrir bæjarbúa og fyrir íbúalýðræðið,“ segir Jónmundur og bætir við að aðferðafræði af þessu tagi geti mjög auðveldlega átt við í skipulagstengdum málum í öllum sveitarfélögum. Þór Whitehead var í forystu þeirra sem börðust gegn áformum bæjaryfirvalda. Þeir fagna nú sigri að sögn Þórs. Hann segir hópinn hafa álitið sig tala fyrir sjónarmiðum meirihluta íbúa allan tímann sem baráttan hafi staðið yfir og það hafi nú verið rækilega staðfest með kosningunni í gær. Hann segist ekki líta á þetta sem áfall fyrir bæjaryfirvöld en áfall fyrir áform um að knýja í gegn skipulag, gegn vilja meirihluta bæjarbúa. Stóra spurning núna sé hvernig unnið verði úr þessu. „Nú reynir á hvort að meirihluti bæjarstjórnar vill vinna með meirihluta fólksins eða ætlar sér með einhverjum undanbrögðum eða viðbrögðum sem ganga þvert á þessi úrslit að halda áfram,“ segir Þór. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Skotárás á Times Square Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Íbúar Seltjarnarness höfnuðu skipulagsáformum bæjaryfirvalda á Hrólfsstaðamel og Suðurströnd í íbúakosningu í gær. Sú tillaga sem gerði ráð fyrir lítilli aukningu byggðar, S-tillaga, sigraði H-tillögu sem gerði ráð fyrir meiri aukningu byggðar. S-tillagan hlaut 944 atkvæði, eða 55% gildra atkvæða, en H-tillaga fékk 768 atkvæði, eða 45%. Alls voru 3.314 íbúar á kjörskrá og greiddu 1.727 atkvæði sem þýðir að kosningaþátttaka var 52%. Auðir seðlar og ógildir voru 15. H-tillagan, sem varð undir, var svipuð tillögu sem áður hafði verið samþykkt í bæjarstjórn en mætt mikilli andspyrnu meðal bæjarbúa. Bæjarstjóri Seltjarnarness, Jónmundur Guðmarsson, segir niðurstöðuna afgerandi og skýra. Hann kveðst hins vegar gleðjast yfir því að niðurstaða hafi fengist í málinu. Verkefnið hafi lengi verið á döfinni og gengið hafi illa sl. tíu ár eða svo að fá úr því skorið hvað skuli gert á svæðinu. Jónmundur telur niðurstöðuna horfa til framfara og stjórnin komist með auðveldum hætti yfir í næsta skef verkefnisins sem sé að fylgja hinu formlega skipulagsferli eftir og hefja svo framkvæmdir í kjölfarið. Jónmundur segist ekki líta á þetta sem áfall fyrir bæjaryfirvöld, þrátt fyrir að þau hafi viljað stefna í hina áttina, því afgerandi afstaða stjórnarinnar hafi verið að leggja málið í dóm íbúa Seltjarnarness. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst sigur fyrir bæjarbúa og fyrir íbúalýðræðið,“ segir Jónmundur og bætir við að aðferðafræði af þessu tagi geti mjög auðveldlega átt við í skipulagstengdum málum í öllum sveitarfélögum. Þór Whitehead var í forystu þeirra sem börðust gegn áformum bæjaryfirvalda. Þeir fagna nú sigri að sögn Þórs. Hann segir hópinn hafa álitið sig tala fyrir sjónarmiðum meirihluta íbúa allan tímann sem baráttan hafi staðið yfir og það hafi nú verið rækilega staðfest með kosningunni í gær. Hann segist ekki líta á þetta sem áfall fyrir bæjaryfirvöld en áfall fyrir áform um að knýja í gegn skipulag, gegn vilja meirihluta bæjarbúa. Stóra spurning núna sé hvernig unnið verði úr þessu. „Nú reynir á hvort að meirihluti bæjarstjórnar vill vinna með meirihluta fólksins eða ætlar sér með einhverjum undanbrögðum eða viðbrögðum sem ganga þvert á þessi úrslit að halda áfram,“ segir Þór.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Skotárás á Times Square Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira