Deilt um fyrirkomulag RÚV 16. mars 2005 00:01 Í nýju frumvarpi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið er gert ráð fyrir því að það verði gert að sameignarfélagi. Fram hefur komið gagnrýni á þetta fyrirkomulag og hafa lögfræðingar bent á að Ríkisútvarpið, sem er í eigu eins aðila, fellur ekki undir hugtakið sameignarfélag í eignarréttarlegum og félagaréttarlegum skilningi. Ríkisútvarpið sé einfaldlega ríkisfyritæki en ekki sameignarfélag. Þorgerður Katrín hefur ekki dregið dul á það að vilji Sjálfstæðismanna stóð til þess að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi. "Það var ekki vilji innan Framsóknarflokksins til þess en við komumst að þessari niðurstöðu. Ég er sannfærð um það að með þessu erum við að bæta og styrkja það rekstrarumhverfi sem Ríkisútvarpið býr við," segir Þorgerður Katrín. Spurð um fram komna gagnrýni á sameignarfélagsfyrirkomulagið segist hún skilja vel athugasemdir lögfræðinga. "Sérlög ganga hins vegar framar almennum lögum og ef skýrt er kveðið á um það að Ríkisútvarpið er sameignarfélag í eigu ríkisins þá gengur það að sjálfsögðu, við höfum dæmi um það. Ég vil líka benda á það að það má túlka þetta þannig að Ríkisútvarpið sé sameign íslensku þjóðarinnar," segir Þorgerður Katrín. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðum um Ríkisútvarpið á Alþingi 10. mars: "RÚV er eign ríkisins en ekki þjóðarinnar og það er mikill munur þar á. [...] Tal um það að menn eigi RÚV, að það sé eign þjóðarinnar, er út í hött því ef menn eiga eitthvað þá geta þeir gert eitthvað við það og þeir geta selt það eða veðsett það. Og það geta þeir ekki með Ríkisútvarpið." Þorgerður Katrín segir að með því að gera Ríkisútvarpið að sameignarfélagi sé verið að skipta yfir í rekstrarform sem er ekki ósvipað hlutafélagi. "Ríkisútvarpið fær með breytingunum tækifæri til að taka á ákveðnum rekstrarþáttum, sem oft er erfitt að taka á þegar stofnunin heyrir beint undir ríkið," segir hún. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Sjá meira
Í nýju frumvarpi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið er gert ráð fyrir því að það verði gert að sameignarfélagi. Fram hefur komið gagnrýni á þetta fyrirkomulag og hafa lögfræðingar bent á að Ríkisútvarpið, sem er í eigu eins aðila, fellur ekki undir hugtakið sameignarfélag í eignarréttarlegum og félagaréttarlegum skilningi. Ríkisútvarpið sé einfaldlega ríkisfyritæki en ekki sameignarfélag. Þorgerður Katrín hefur ekki dregið dul á það að vilji Sjálfstæðismanna stóð til þess að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi. "Það var ekki vilji innan Framsóknarflokksins til þess en við komumst að þessari niðurstöðu. Ég er sannfærð um það að með þessu erum við að bæta og styrkja það rekstrarumhverfi sem Ríkisútvarpið býr við," segir Þorgerður Katrín. Spurð um fram komna gagnrýni á sameignarfélagsfyrirkomulagið segist hún skilja vel athugasemdir lögfræðinga. "Sérlög ganga hins vegar framar almennum lögum og ef skýrt er kveðið á um það að Ríkisútvarpið er sameignarfélag í eigu ríkisins þá gengur það að sjálfsögðu, við höfum dæmi um það. Ég vil líka benda á það að það má túlka þetta þannig að Ríkisútvarpið sé sameign íslensku þjóðarinnar," segir Þorgerður Katrín. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðum um Ríkisútvarpið á Alþingi 10. mars: "RÚV er eign ríkisins en ekki þjóðarinnar og það er mikill munur þar á. [...] Tal um það að menn eigi RÚV, að það sé eign þjóðarinnar, er út í hött því ef menn eiga eitthvað þá geta þeir gert eitthvað við það og þeir geta selt það eða veðsett það. Og það geta þeir ekki með Ríkisútvarpið." Þorgerður Katrín segir að með því að gera Ríkisútvarpið að sameignarfélagi sé verið að skipta yfir í rekstrarform sem er ekki ósvipað hlutafélagi. "Ríkisútvarpið fær með breytingunum tækifæri til að taka á ákveðnum rekstrarþáttum, sem oft er erfitt að taka á þegar stofnunin heyrir beint undir ríkið," segir hún.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Sjá meira