Erlent

Aðildarviðræðunum frestað

Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja ákváðu á fundi sínum í Brussel í gær að fresta aðildarviðræðum við Króata um óákveðinn tíma en þær áttu að hefjast í dag. Ráðherraráðið telur að yfirvöld í Zagreb hafi ekki sýnt stríðsglæpadómstólnum í Haag nægilegan samstarfsvilja þar sem Ante Gotovina hershöfðingi gengur enn laus en hann er grunaður um ýmis voðaverk í stríðinu við Serba fyrir rúmum áratug. Utanríkisráðherra Lúxemborgar sagði að dyrnar inn í ESB stæðu Króötum opnar um leið og þeir tækju sig á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×