Innlent

Samningur undir væntingum

Félagsmálaráðherra kynnir niðurstöðu tekjustofnanefndar ríkis og sveitarfélaga fyrir Alþingi í dag. Nefndin hefur setið sinn síðasta fund og skilaði Lúðvík Geirsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar og einn þriggja fulltrúa sveitarfélaganna séráliti en hann hefur sagt að nefnin hafi ekki náð framtíðarniðurstöðu. Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðar segir á vef sínum að þó útkoman standist ekki þær væntingar sem sveitarfélögin hafi gert í upphafi þá hafi tekjuaukning náðst, sérstaklega hjá þeim sem glími við erfiðan rekstur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×