Sérsamningar skólanna slá í gegn 16. mars 2005 00:01 Sérkjarasamningur í Sjálandsskóla í Garðabæ er tilbúinn og í höndum Kennarasambandsins og launanefndar sveitarfélaganna. Einkaskóli Ísaks Jónssonar lauk við gerð einstaklingssamninga við átta af tíu kennurum í vikunni og í Tjarnarskóla, sem einnig er einkaskóli, er hugað að breytingum. Reykjavíkurborg ætlar að semja sér við kennara og stjórnendur nýs skóla í Norðlingaholti. Allir vilja skólarnir semja í takt við fimmtu bókun í kjarasamningi grunnskólakennara og launanefndarinnar. Þar stendur að hægt sé að taka upp hliðstæð vinnutímaákvæði og gilda hjá öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum sveitarfélaga í tilraunaskyni til eins árs. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir um fimm aðra skóla í Reykjavík hafa sýnt því áhuga að gera sérsamninga innan sinna veggja: "Við teljum þó nauðsynlegt að frumkvæði að breytingum innan rótgróinna skóla komi sameiginlega frá kennurunum og skólastjórnendum." Edda Huld Sigurðardóttir, skólastjóri Ísaksskóla, segir laun kennara þar verða í grunninn 240 þúsund en aukist um tíu þúsund fyrir umsjónarkennara. Kennararnir semja síðan sér um umframlaun hvers. Edda vill ekki gefa upp hver þau séu en segir kennarana mjög ánægða. Laun grunnskólakennara við Sjálandsskóla verða minnst 290 þúsund á mánuði, samkvæmt Morgunblaðinu. Gunnar Einarsson, forstöðumaður fræðslu- og menningarmála Garðabæjar, staðfesti það ekki í gær en hann hafði ekki tíma til viðtals. Margrét Theodórsdóttir, skólastjóri Tjarnarskóla, segir lengi hafa tíðkast að greiða kennurum einkaskólans hærri laun en sveitarfélögin geri: "Okkur finnst svo margt spennandi að gerast í kjaramálum og því tel ég að við hugsum okkar gang varðandi samninga fyrir næsta vetur." Kristinn Kristjánsson situr í samstarfsnefnd Kennarasambandsins og launanefndarinnar en undir hana þarf að bera sérsamninga: "Eina erindið sem hefur komið fyrir nefndina er frá Sjálandsskóla. Við stefnum að því að afgreiða það á næsta fundi en á hvorn veginn þori ég ekki að segja til um." Fréttir Innlent Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Sérkjarasamningur í Sjálandsskóla í Garðabæ er tilbúinn og í höndum Kennarasambandsins og launanefndar sveitarfélaganna. Einkaskóli Ísaks Jónssonar lauk við gerð einstaklingssamninga við átta af tíu kennurum í vikunni og í Tjarnarskóla, sem einnig er einkaskóli, er hugað að breytingum. Reykjavíkurborg ætlar að semja sér við kennara og stjórnendur nýs skóla í Norðlingaholti. Allir vilja skólarnir semja í takt við fimmtu bókun í kjarasamningi grunnskólakennara og launanefndarinnar. Þar stendur að hægt sé að taka upp hliðstæð vinnutímaákvæði og gilda hjá öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum sveitarfélaga í tilraunaskyni til eins árs. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir um fimm aðra skóla í Reykjavík hafa sýnt því áhuga að gera sérsamninga innan sinna veggja: "Við teljum þó nauðsynlegt að frumkvæði að breytingum innan rótgróinna skóla komi sameiginlega frá kennurunum og skólastjórnendum." Edda Huld Sigurðardóttir, skólastjóri Ísaksskóla, segir laun kennara þar verða í grunninn 240 þúsund en aukist um tíu þúsund fyrir umsjónarkennara. Kennararnir semja síðan sér um umframlaun hvers. Edda vill ekki gefa upp hver þau séu en segir kennarana mjög ánægða. Laun grunnskólakennara við Sjálandsskóla verða minnst 290 þúsund á mánuði, samkvæmt Morgunblaðinu. Gunnar Einarsson, forstöðumaður fræðslu- og menningarmála Garðabæjar, staðfesti það ekki í gær en hann hafði ekki tíma til viðtals. Margrét Theodórsdóttir, skólastjóri Tjarnarskóla, segir lengi hafa tíðkast að greiða kennurum einkaskólans hærri laun en sveitarfélögin geri: "Okkur finnst svo margt spennandi að gerast í kjaramálum og því tel ég að við hugsum okkar gang varðandi samninga fyrir næsta vetur." Kristinn Kristjánsson situr í samstarfsnefnd Kennarasambandsins og launanefndarinnar en undir hana þarf að bera sérsamninga: "Eina erindið sem hefur komið fyrir nefndina er frá Sjálandsskóla. Við stefnum að því að afgreiða það á næsta fundi en á hvorn veginn þori ég ekki að segja til um."
Fréttir Innlent Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira