Innlent

Þrautaganga Fischers

17. mars 2005 Allsherjarnefnd fjallar um ríkisborgararétt með hraðferð fyrir Fischer. 15. mars Fischer kominn í einangrun á nýjan leik. 9. mars Afmæli Bobby Fischers. Stuðningsmenn hans hóta japanska ríkinu lögsókn, verði honum ekki sleppt fyrir föstudag. Mögulega höfðað mál í Bandaríkjunum. 7. mars Lögfræðingur Fischers fær vegabréf hans. Ljóst að hann fær ekki að fara frá Japan. 4. mars Flugmiði fenginn fyrir Fischer. Vonir um að koma honum úr landi fyrir 62 ára afmælisdaginn sinn 9. mars. 3. mars Fischer kominn í einangrun. Fær ekki að hitta neinn. 28. febrúar Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, og fleiri stuðningsmenn hans halda til Japans. 18. febrúar Sótt um vegabréf fyrir Fischer. 3. febrúar Stuðningsmenn Fischers senda Alþingi bréf til að vekja athygli á þessu mannúðarmáli. 27. desember 2004 Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, ræddi við hann fimm sinnum á dag í síma yfir jólahátíðirnar. 20. desember Stjórnvöld neita Bandaríkjamönnum um að draga til baka landvistarleyfi handa Fischer. 18. desember Fischer þiggur boðið um að koma til Íslands. 17. desember Fischer gæti fengið útlendingavegabréf. Davíð Oddsson segir brot Fischers gegn viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna á gömlu Júgóslavíu fyrnd skv. íslenskum lögum. 16. desember Bobby Fischer fær formlegt boð um landvistarleyfi. Landvistarleyfi hans verður tímabundið og felur ekki í sér atvinnuleyfi. 20. ágúst Japanir neituðu að fresta framsali Fischers til Bandaríkjanna. Farið fram á að hann verði ekki framseldur strax. 6. ágúst Bobby Fischer vill afsala sér bandarískum ríkisborgararétti. Vill verða viðurkenndur sem flóttamaður. 3. ágúst Í haldi í þrjár vikur. Bandaríkjamenn fara fram á að Fischer verði framseldur. Sækir um hæli í Japan. 16. júlí Stjórnvöld í Japan handtaka bandaríska skákmanninn Bobby Fischer. Vegabréf hans er útrunnið. Fischer er eftirlýstur eftir að hafa teflt við Boris Spasskí í gömlu Júgóslavíu gegn alþjóðalögum. Japan er skuldbundið til að handtaka alla sem eru eftirlýstir af bandarískum stjórnvöldum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×