Innlent

Mótmæli við Alþingishúsið

Klukkan hálf sex hefjast mótmæli fyrir framan Alþingishúsið þar sem handtöku ítalska arkitektanemans Luigi Sposito verður mótmælt. Sposito var handtekinn þann 4. mars síðastliðinn eftir að hafa tekið myndir af Alþingishúsinu. Þótti hann grunsamlegur þar sem hann var falinn bak við húfu og trefil og þar sem hann sást teikna á blað og taka ljósmyndir af húsinu. Var hann í haldi lögreglunnar í um hálfan sólarhring, grunaður um að vera hryðjuverkamaður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×