Innlent

Siglingaleiðin enn illfær

Enn er mikill hafís fyrir Norðurlandi og er siglingaleiðin fyrir Horn illfær. Flugvél Landhelgisgæslunnar fer í ískönnunarflug í dag og flýgur þá með öllu Norðurlandi og fer með ísröndinni. Þór Jakobsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að stakir jakar séu víða á siglingaleiðum fyrir Norðurlandi og þá sérstaklega við Grímsey og utan við Raufarhöfn. Hann segir að búast megi við að hafísinn verði áfram á siglingaleiðum á þessum svæðum næstu daga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×