Innlent

Gott fólk íhugar að kæra

MYND/Vilhelm

Verðstríð virðist skollið á á byggingar- og heimilisvörumarkaði á milli Húsasmiðjunnar og BYKO. Fyrirtækin bjóða nú bæði verðvernd fyrir viðskiptavini en auglýsingastofa BYKO sakar Húsasmiðjuna um að hafa stolið hugmyndinni.

Húsasmiðjan og BYKO hafa lengi barist á byggingamarkaði en nú virðist baráttan hafa harnað töluvert. Bæði eru farin að auglýsa svokallaða verðvernd sem gengur út á það að ef viðskiptavinir finna tiltekna vöru ódýrari annars staðar en hjá þeim fá þeir greiddan mismunnin og að auki 20 prósent af mismuninum. Húsasmiðjan birti sínar auglýsingar í gær, degi áður en BYKO hugðist hefja auglýsingaherferð sína, og segir í tilkynningu frá auglýsingastofunni Góðu fólki að auglýsing Húsasmiðjunnar sé í öllum grundvallaratriðum eftirgerð auglýsinga Góðs fólks fyrir BYKO og að slíkur gjörningur sé í daglegu tali kallaður stuldur. Aðspurður hvort þeir ætli að kæra málið segir Ingvar Sverrisson, framkvæmdastjóri Góðs fólks, að það sé enn í athugun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×