Erlent

Aftur ráðist á ráðningarstöð

Að minnsta kosti sjö létust og 37 særðust þegar kona sprengdi sig í loft upp við ráðningarstöð írakska hersins í bænum Tal Afar nærri landamærum Sýrlands í dag. Nokkur fjöldi manna var á staðnum að skrá sig í herinn þegar árásin var gerð, en sams konar árás var gerð við ráðningarstöð í bænum Bakúba í gær. Þar létust tíu og 30 særðust. Írakskir og bandarískir hermenn luku nýverið herferð í Tal Afar þar sem fjölmargir uppreisnarmenn höfðust við, en alls voru 500 manns drepnir eða handteknir í þeim aðgerðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×