Innlent

Miklu munar á verslunum

Úrval af lífrænum matvörum í verslunum hér er takmarkað og vörurnar mun dýrari en hefðbundnar matvörur, samkvæmt úttekt Alþýðusambands Íslands. Kannað var verð á lífrænt ræktuðum mat á höfuðborgarsvæðinu og í ljós kom mikill verðmunur milli verslana. Heilsuhúsið reyndist oftast með hæst verð, í níu tilvikum, en Fjarðarkaup í Hafnarfirði bauð lægsta verðið á sjö vörum af þeim sautján sem kannaðar voru. Sé litið til algengari matvara reyndist sú lífræna mun dýrari kostur. Íslenskir lífrænt ræktaðir tómatar voru 135 prósentum dýrari en aðrir. Þá munaði 184 prósentum á verði lífrænt ræktuðum tómötum og appelsínum og ekki. Mikill verðmunur er sagður felast í meiri kostnaði við lífræna ræktun, auk þess sem uppskera verður oft rýrari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×