Innlent

Talsmaður neytenda skipaður

Gísli Tryggvason var skipaður talsmaður neytenda frá og með deginum í dag til næstu fimm ára. Gísli lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands 1997 og meistaraprófi í viðskiptafræðum og stjórnun frá Háskólanum í Reykjavík árið 2004. Frá árinu 1998 hefur Gísli verið framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna og sjóða á vegum samtakanna auk þess að vera lögmaður þeirra frá sama tíma. Alls sóttu tólf manns um embættið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×