Innlent

Dísilolían aðeins 20 aurum ódýrari

Dísilolían, sem hækkaði um ríflega hundrað prósent í verði í morgun, er aðeins 20 aurum ódýrari en bensín á sjálfsafgreiðslustöðvum í borginni. Sem kunnugt er greiddu menn ákveðinn þungaskatt af dísilbílum, óháð ákstri, en á móti var dísilolían mun ódýari en bensín. Með afnámi skattsins er verðið nú orðið hið sama sem kemur illa við þá sem aka dísilbílum mjög mikið, eins og leigubílstjóra og landflutningafyrirtæki. Á móti kemur þó að dísilbílar eyða heldur færri lítrum á hundraðið en bensínbílar en sá munur getur verið hverfandi eða enginn í ljósi þess að dísilbílar eru dýrari í innkaupum en bensínbílar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×