Innlent

Ávextir gefa páskaegg

Börnin á Barnaspítala Hringsins fengu óvænta og skemmtilega heimsókn í gær þegar ávextirnir úr Ávaxtakörfunni birtust öllum að óvörum hlaðnir páskaeggjum frá Nóa-Síríusi. Ávaxtakarfan fjallar eins og kunnugt er um hvað það er ljótt að leggja í einelti og því var þess vel gætt að allir fengju páskaegg og enginn yrði úti undan. Svo tóku ávextirnir lagið af nýútkominni geislaplötu með lögunum úr sýningunni og börnin fengu eintak af disknum úr höndum ávaxtanna sjálfra. Þau börn sem eru svo lánsöm að vera ekki á spítala geta svo séð ávextina leika og syngja í Austurbæ á hverjum sunnudegi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×