Erlent

Mannskæð átök í Kirgisistan

Óttast er að allt að tíu manns hafi látist í átökum lögreglu og stuðningsmanna stjórnarandstöðunnar í fyrrverandi Sovétlýðveldinu Kirgisistan í dag. Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um svindl í þingkosningum nýverið og hefur farið fram á að forseti landsins, Askar Akajev, segi af sér. Mótmælendur í tveimur borgum og bæjum í suðurhluta landsins réðust inn í höfuðstöðvar lögreglu og stjórnsýslunnar og lögðu þær undir sig og slösuðust nokkrir lögreglumenn alvarlega í átökunum. Þá hafa einnig verið mótmæli í höfuðborginni Bishkek og segjast mótmælendur fá innblástur frá appelsínugulu byltingunni í Úkraínu seint á síðasta ári, en þar knúði almenningur í gegn að forsetakosningar yrðu endurteknar vegna víðtæks kosningasvindls. Forseti Kirgisistans hefur hins vegar varað stjórnarandstöðuna við því svipað uppátæki geti leitt til borgarastyrjaldar í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×