Innlent

9 1/2 tíma seinkun á flugi

Um níu og hálfs klukkutíma seinkun verður á flugvél Icelandair frá Boston sem átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálfsjö í morgun. Rót seinkunarinnar liggur í bilun sem varð á laugardagskvöldið í vél sem var á leiðinni til Boston frá Reykjavík. Þrýstivökvabúnaður bilaði og vélin varð að snúa við, þrem tímum eftir að hún fór af stað. Það olli verulegum töfum sem ekki hefur tekist að vinda af sökum hvíldartíma áhafnar og þess að ekki reyndist unnt að fá aðra vél með skömmum fyrirvara. Nú er áætlað að vélin lendi laust fyrir klukkan fjögur, eða meira en níu tímum síðar en áætlað var.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×