Innlent

Bílvelta í Norðurárdal

Ökumaður bíls slasaðist, en þó ekki lífshættulega, þegar bíll hans valt út af þjóðveginum í Norðurárdal í gærkvöldi. Tildrög voru þau að hann hafði misst bílinn út af malbikinu öðru megin og sveigði hann langt inn á veginn aftur, en þá kom bíll á móti þannig að hann sveigði aftur út af til þess að koma í veg fyrir árekstur. Við það valt bíllinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×