Innlent

Óttast tekjumissi fyrir norðan

Íbúar Raufarhafnar og sérstaklega Siglufjarðar hafa áhyggjur af tekjumissi ef ekkert verður úr sumarloðnuveiðum eins og útlit er fyrir. Leiðangur nokkura loðnuskipa og hafrannsóknaskips í leit að loðnu að undanförnu bar engan árangur, m.a. vegna hafíss á leitarsvæðinu, en enginn kvóti verður gefinn út án þess að eitthvað finnist. Veiðar á sumrin eru norður af landinu og er þá jafnan miklu landað fyrir norðan, sem eykur öll umsvif í sjávarplássunum þar, en á aðalvertíðinni á veturna er mestu landað fyrir austan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×