Innlent

Sjómaður skarst í andliti

Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Höfn í Hornafirði var kallað út klukkan hálffimm í nótt til að sækja slasaðan skipverja af bátnum Smáey frá Vestmannaeyjum sem var við veiðar við Suðurströndina. Maðurinn hafði skorist í andliti og þurfti að komast undir læknishendur. Ferðin gekk vel og kom skipið með sjómanninn til Hafnar um klukkan átta. Læknar hófu þá þegar að gera að sárum hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×